Víđihóll

Melrakkaslétta heitir skaginn milli Öxarfjarðar og Þistilfjarðar frá Snartarstaðanúpi að Ormarsá.
Sléttan lætur ekki mikið yfir sér þar sem lágreist strönd hennar teygir sig norður í Íshafið, nær miðnætursól en nokkuð annað svæði á landinu.  Aðaleinkenni landslagsins eru fjölmörg vötn og sjávarlón, hlunnindi mikil, silungsveiði, æðarvarp, selveiði og trjáreki.  Fuglalíf er þar mjög fjölskrúðugt, til dæmis við Rauðanúp en þar er einn örfárra aðgengilegra varpstaða Súlunnar. 

 

Gönguleiðir á Melrakkasléttu eru ófáar, bæði merktar og ómerktar, göngukort af svæðinu eru fáanleg í upplýsingamiðstöðvum og hjá ferðaþjónustuaðilum.


Rifstangi var lengi talinn nyrsti tangi landsins.  Á bænum Rifi fæddist Guðmundur Magnússon (1873 - 1918) 
Jón Trausti skáld og rithöfundur.  Hann missti föður sinn fjögurra ára gamall og fimm ára var honum komið á hreppinn og dvaldi hann næstu fimm árin á Skinnalóni, næsta býli austan við Rif.  Móðir hans giftist aftur þegar hann var tíu ára og dvaldi hann hjá henni í Núpskötlu til fjórtán ára aldurs.  Þekktustu sögur hans eru Halla og Heiðarbýlið og ljóð hans Draumalandið er löngu orðið sígilt við lag Sigfúsar Einarssonar.  


Hraunhafnartangi er nyrsti tangi landsins og liggur norðurheimskautbaugur um hann.  Á tanganum er viti.  Þar var Þorgeir Hávarsson veginn að sögn Fóstbræðrasögu eftir að hafa vegið 14 manns og er dys hans sögð þar, grjóthrúga mikil sem sést langt að.  Á sjávarkambinum vestan við vitann má sjá dysjar þeirra 14 sem Þorgeir vó.

 

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Verslunin Bakki ehf • 670 Kópasker • valholl@kopasker.is • Sími 869 8166 • kt: 691099-3939
© 2008 Uppsetning og hönnun Hýsir.is