Víðihóll

Kópasker er lítið og vinalegt þorp í Núpasveit við austurströnd Öxarfjarðar, þjóðvegur 85 og síðan 870.

Þorpið stendur á sjávarkambi, Röndinni, þar sem finna má setlög með steingervingum.

Löggildur verslunarstaður árið 1879, en byggð hóf að myndast þar upp úr 1910,

fyrsta íbúðarhúsið, Bakki, byggt 1911-1912.

Kópasker varð illa úti í jarðskjálfta sem reið yfir á tímum Kröfluelda 1976 en þá skemmdust mörg hús í þorpinu.

Sumarið 2008 var Skjálftasetur opnað í skólahúsinu á Kópaskeri að frumkvæði Benedikts Björgvinssonar. 

Í sama húsi er nú Bókasafn Öxarfjarðar. Einnig er tilvalið að heimsækja Byggðasafnið og kirkjuna

á Snartarstöðum og Braggann í Núpasveit þegar sýning stendur yfir hjá listakonunni YST.

Á Kópaskeri er ýmis þjónusta, verslun og eldsneytissjálfsali, bíla - og vélaverkstæði, hársnyrtistofa,

sparisjóður og pósthús, heilsugæsla og apótek.

Margir þekkja og kunna að meta kjötið frá Fjallalambi sem er stærsti vinnustaðurinn á Kópaskeri.  

Vegna staðsetningar er Kópasker tilvalinn áningarstaður fyrir þá sem hyggjast skoða sig um á Norðausturlandi,

hvort sem ferðinni er heitið á Melrakkasléttu, á Langanes, í Ásbyrgi eða að Dettifossi.

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Verslunin Bakki ehf • 670 Kópasker • valholl@kopasker.is • Sími 869 8166 • kt: 691099-3939
© 2008 Uppsetning og hönnun Hýsir.is